Darija Zacevic ((Eyjólfur Garðarsson)
Markvörðurinn, Darija Zecevic verður ekki áfram í herbúðum Fram í Olís-deild kvenna. Þetta staðfesti Haraldur Þorvarðarson þjálfari Fram í samtali við Handkastið. Darija gekk í raðir Fram síðasta sumar og lék með liðinu á síðasta tímabili eftir að hafa leikið með Stjörnunni tímabilin á undan. Darija var með næst hæstu prósentu markvörsluna í Olís-deildinni í vetur á eftir landsliðsmarkverðinum Hafdísi Renötudóttur. Darija var með 37% markvörslu og tæplega 10 varða bolta í leik. Samkvæmt heimildum Handkastsins var kvennalið ÍBV í viðræðum um að fá Dariju til sín en þær viðræður gengu ekki upp. Marta Wawrzykowska markvörður ÍBV síðustu ára og einn besti markvörður deildarinnar verði ekki áfram í Vestmannaeyjum á næsta tímabili. Kvennalið ÍBV hefur hinsvegar samið við norskan markvörð fyrir komandi tímabil. Darija hefur leikið hér á landi frá 2019 er hún gekk í raðir ÍBV. Þar lék hún í tvö ár áður en hefur gekk síðan í raðir Stjörnunnar.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.