Einn besti markvörður Olís-deildarinnar yfirgefur ÍBV

Marta Wawrzynkowska (

Pólski markvörðurinn, Marta Wawrzynkowska hefur yfirgefið ÍBV og mun ekki leika með liðinu á tímabilinu. Marta hefur verið einn albesti markvörður Olís-deildarinnar síðustu ár. Þetta staðfesti Hilmar Ágúst Björnsson aðstoðarþjálfari ÍBV í samtali við Handkastið.

Marta Wawrzynkowska varð fyrir því óláni seint á síðasta ári að slíta krossband í hné. Meiðslin komu í ljós þegar hún var liðþófaðaðgerð á hné í desember.

Marta lék einungis 14 leiki með ÍBV á síðustu leiktíð en var með næst hæstu prósentu markvörsluna í deildinni á eftir Hafdísi Renötudóttir markverði Vals. Marta var með rúmlega 35% markvörslu í leikjunum fjórtán sem hún spilaði með ÍBV á síðustu leiktíð.

ÍBV hefur fyllt skarð Mörtu með norskum markverði sem kemur frá sænska félaginu, Kristianstad, Amalie Frøland.

ÍBV var lengi vel í mikilli fallbaráttu í Olís-deildinni á síðustu leiktíð en með góðum endaspretti náði liðið að tryggja sér 6.sætið og þar með inn í úrslitakeppnina. Þar þurfti liðið að sætta sig við tap gegn Haukum.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top