Bergrós Ásta Guðmundsdóttir (EHF)
Bergrós Ásta Guðmundsdóttir leikmaður nýliða KA/Þórs í Olís-deildinni sem var valin bæði best og efnilegust í Grill66-deildinni á síðustu leiktíð hefur spilað virkilega vel í leikjum U19 ára landsliðs Íslands á EM sem fram fer í Svartfjallalandi. Instagram síða EHF, Evrópska handknattleikssambandsins hefur verið virk á meðan á mótinu stendur að sýna frá flottum tilþrifum frá mótinu. Fyrr í vikunni sögðum við fá ótrúlegri "no look" sendingu Bergrósar á Guðmundu Brynju Guðjónsdóttur á línunni í leik Íslands á mótinu. Nú hefur Instagram síða EHF sýnt frá mjög svo kómísku marki Bergrósar í leiknum gegn Litháen þar sem hún keyrir upp í hraðaupphlaup. Svo virðist sem að hún ætli að vippa yfir markvörð Litháa. Þrátt fyrir að vippan hafi ekki skilað sér eins og stefnt var að, þá kom það ekki að sök og boltinn endaði í markinu. Markið hennar Bergrósar Ástu er hægt að sjá hér að neðan:
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.