FH mætir tyrknesku liði í Evrópubikarnum
(Raggi Óla)

FH mætir tyrknesku liði. ((Raggi Óla)

Dregið var í 1. og 2.umferðina í Evrópubikar karla í höfuðstöðvum EHF í Vín í morgun.

Deildarmeistarar FH í karlaflokki verður eina íslenska liðið í Evrópubikarnum í ár mætir Nilufer frá Tyrklandi í 2.umferðinni en bæði lið sitja hjá í 1.umferðinni.

Miðað við dráttinn þá byrjar FH á heimaleik gegn Tyrkjunum en eins og gengur og gerist í Evrópubikarnum þá er líklegt að annað hvort liðið selji heimaleikinn sinn. Það skýrist sennilega á næstu vikum.

FH var í efri styrkleikaflokki í 2.umferðinni en 64 lið taka þátt í 2.umferðinni. Sú umferð fer fram helgarnar 10.-11. október og 18.-19. október.

Bursa Nilfer Belediyespor endaði í 2.sæti tyrknesku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð fimm stigum á eftir stórliði Besiktas. Þá tapaði liðið í úrslitaeinvíginu gegn Besiktas um tyrkneska meistaratitilinn, 3-0.

FH tóku þátt í riðlakeppni Evrópudeildarinnar á síðustu leiktíð en FH-ingar hafa verið fasta gestir í Evrópukeppnum síðustu ár.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top