Þór semur við serbneskan markvörð

Nikola er mættur í Þorpið (

Nýliðar Þórs í Olís-deild karla hafa samið við serbneska markvörðinn, Nikola Radovanovic. Þetta tilkynnti félagið á heimasíðu sinni nú rétt í þessu.

Nikola Radovanovic varð 27 ára fyrr á þessu ári en hann hefur leikið í heimalandi sínu á ferlinum með þremur félögum. Til að mynda með Dinamo Pancevo, Rudar Kostolac og Crvena Zvezda í serbnesku úrvalsdeildinni. Á síðustu leiktíð lék Nikola í Grikklandi með Ionikos en liðið endaði í 6.sæti deildarinnar í tólf liða úrvalsdeild.

Þórsarar hafa verið í leit að markverði til að fylla það skarð sem Kristján Páll Steinsson skyldi eftir en hann leikur ekki með Þór í vetur þar sem hann er fluttur erlendis.

Þór:

Komnir:
Patrekur Guðni Þorbergsson frá HK
Hákon Ingi Halldórsson frá MHK Martin (Slóvakía)
Hafþór Ingi Halldórsson frá Danmörku

Farnir:
Leó Friðriksson í KA
Kristján Páll Steinsson (fluttur erlendis)

Sjá einnig:
Báðir nýliðarnir í leit að markverði

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top