Óvissunni lokið – Dagur Gauta hefur samið við Arendal
(Skapti Hallgrímsson Akureyri.net)

Dagur Gautason (Skapti Hallgrímsson Akureyri.net)

Vinstri hornamaðurinn Dagur Gautason hefur samið við norska úrvalsdeildarfélagið, Arendal. Þetta staðfesti Dagur í samtali við Handkastið.

Dagur yfirgaf Arendal í byrjun árs og gerði skammtíma samning við stórlið Montpellier í Frakklandi. Samningur hans við Montpellier var ekki framlengdur og hefur Dagur því verið án félags frá því í sumar.

Nú hefur Dagur staðfest að hafa skrifað undir samning við Arendal og leikur því með liðinu á komandi tímabili.

Handkastið skrifaði um það í síðustu viku að samtalið milli Dags og KA væri virkt en samkvæmt heimildum Handkastsins bauð KA, Degi samning. 

Hugur Dags leitar þó alltaf í það að vera áfram í atvinnumennsku. Hjá Arendal hafði Dagur slegið í gegn og var til að mynda valinn besti vinstri hornamaðurinn í norsku úrvalsdeildinni tímabilið 2023/2024.

Arendal endaði í 7.sæti norsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð, liðið sló út Runar í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar en tapaði 2-0 gegn deildarmeisturum Elverum. Það var síðan Íslendingaliðið, Kolstad sem stóð uppi sem sigurvegari eftir 2-0 sigur á Elverum í úrslitum.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top