Hafsteinn Óli Ramos Rocha (Eyjólfur Garðarsson)
Hafsteinn Óli Ramos Rocha landsliðsmaður Grænhöfðaeyjar er samningslaus eftir að nýtt sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við Gróttu. Hafsteinn gekk í raðir Gróttu frá HK fyrir síðasta tímabil en Grótta féll úr Olís-deildinni á síðustu leiktíð efir tap gegn Selfossi í umspilinu um laust sæti í Olís-deildinni. Grótta leikur því í Grill66-deildinni á næstu leiktíð. Hafsteinn sagði í samtali við Handkastið að framhaldið hjá sér væri óljóst. Hann hafi verið að glíma við meiðsli á öxl í langan tíma og stefni á að reyna ná sér góðum af þeim meiðslum áður en hann tæki ákvörðun um framhaldið. ,,Ég hef verið slæmur í öxlinni í nokkur ár. Ég var sérstaklega slæmur á seinasta tímabili. Það er tvennt í stöðunni, ég gæti reynt að hvíla hana og vonast til að bólgur og liðirnir jafna sig eða fara í aðgerð. Þannig ég verð ekkert í bolta á næstunni," sagði Hafsteinn Óli í samtali við Handkastið. ,,Ef ég myndi byrja of snemma þá myndi þetta kom bara aftur upp. Maður er að vonast til þess að geta kannski spilað í lok tímabils."
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.