Eyþór Lárusson (Mynd þessi maður
Fjögur lið af átta í Olís-deild kvenna mæta til leiks á næsta tímabili með nýjan þjálfara. Óreyndir þjálfarar fá tækifæri í sínu fyrsta meistaraflokksþjálfara starfi á meðan konum fækkar. Bikarmeistarar Hauka, nýliðar KA/Þórs, Selfoss og Stjarnan mæta til leiks með sama þjálfarateymi og á síðustu leiktíð. Díana Guðjónsdóttir og Stefán Arnarsdóttir munu áfram leiða lið Hauka í átt að Íslandsmeistaratitlinum sem liðið þyrstir í, eftir að hafa sótt bikarmeistaratitilinn á síðustu leiktíð og tapað í úrslitaeinvíginu gegn Val um Íslandsmeistaratitilinn. Jónatan Magnússon stýrði KA/Þór upp í Olís-deildina á nýjan leik eftir ársdvöl í Grill66-deildinni og þá mætir Patrekur Jóhannesson þjálfari Stjörnunnar með sitt lið á nýjan leik ásamti Eyþóri Lárussyni þjálfara Selfoss. Rakel Dögg Bragadóttir hefur sagt skilið við Fram og við liðinu tekur Haraldur Þorvarðarson sem var aðstoðarþjálfari karlaliðs Fram á síðustu leiktíð sem urðu bæði Íslands- og bikarmeistarar. Magnús Stefánsson hætti með karlalið ÍBV eftir síðasta tímabil og var ráðinn þjálfari kvennaliðsins stuttu síðar. Grétar Áki Andersen fær það verkefni að stýra liði ÍR en hann var aðstoðarmaður Sólveigar Láru Kærnested sem hætti með ÍR liðið eftir síðasta tímabil. Grétar Áki var að klára sitt fyrsta tímabil sem aðstoðarþjálfari í meistaraflokki og verður þetta hans fyrsta starf sem aðalþjálfari í meistaraflokki. Sömu sögu er að segja af Antoni Rúnarssyni sem fær það verkefni að taka við Deildar- Íslands og Evrópubikarmeisturum Vals af Ágústi Þór Jóhannssyni. Anton hefur verið aðstoðarmaður Óskars Bjarna með karlalið Vals undanfarin tvö ár en er nú á leið í sitt fyrsta tímabil sem aðalþjálfari. Þjálfarar í Olís-deild kvenna 2025/2026: Valur: Anton Rúnarsson*
Haukar: Stefán Arnarson og Díana Guðjónsdóttir
Fram: Haraldur Þorvarðarson*
Selfoss: Eyþór Lárusson
ÍR: Grétar Áki Andersen*
ÍBV: Magnús Stefánsson*
Stjarnan: Patrekur Jóhannesson
KA/Þór: Jónatan Þór Magnússon
*Á sínu fyrsta ári með liðið
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.