Breki yfirgefur ÍBV
Eyjólfur Garðarsson)

Breki Óðinsson ((Eyjólfur Garðarsson)

Einn af vinstri hornamönnum ÍBV í Olís-deildinni á síðustu leiktíð, Breki Þór Óðinsson hefur yfirgefið sitt uppeldisfélag og leikur ekki með liðinu á komandi tímabili. Þetta staðfesti hann í samtali við Handkastið.

Aðspurður út í ástæðuna fyrir því að hann yfirgefi ÍBV á þessum tímapunkti segir hann að svarið sé einfalt, að hann sé fluttur af eyjunni og kominn á fastalandið. Hann segir óljóst hver framtíð hans verði í handboltanum.

,,Það var ekki planið að spila í bænum en það er hinsvegar allt opið," sagði Breki í samtali við Handkastið.

Breki var í litlu hlutverki með ÍBV á síðustu leiktíð og lék einungis sex leiki með liðinu. Hann lék hinsvegar 22 leiki með ÍBV tímabilið 2023/2024 og skoraði í þeim leikjum 33 mörk.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top