Flytur úr faðmi fjalla blárra og leitar að liði á höfuðborgarsvæðinu
(Hörður Ísafjörður)

Daníel Wale ((Hörður Ísafjörður)

Ísfirðingurinn knái, hinn 24 ára gamli Daniel Wale Adeleye, er hættur hjá Herði á Ísafirði a.m.k í bili og hyggst flytja í höfuðborgina á næstu misserum. Er hann núna að leita sér að liði. Þetta hefur hann staðfest í samtali við Handkastið.

Daniel er fæddur 2001 og gekk upp í gegnum yngri flokka hjá Herði á Ísafirði. Síðastliðin ár hefur hann svo verið hluti af leikmannahóp Harðar sem hefur leikið að mestu í Grill 66 deildinni fyrir utan leiktímabilið 2022-2023 er þeir voru í Olís deildinni.

Tímabilið sem Daniel lék í Olís deildinni var hann til að mynda með 34 mörk í 19 leikjum.

Daniel er fjölhæfur og skruggufljótur leikmaður sem getur leyst ýmsar stöður á vellinum. Sá sem þetta ritar þjálfaði hann í 4. flokk í eitt ár á Ísafirði og getur vottað fyrir það að hann er einnig skemmtilegur karakter og góður í hóp.

Áhugavert verður að sjá hjá hvaða félagi Daniel mun á endanum leika á næsta tímabili.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top