Ísabella framlengir við FH
(FH)

Ísabella Jórunn Muller ((FH)

Ísabella Jórunn Müller hefur skrifað undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild FH. Þetta tilkynnti félagið á samfélagsmiðlum sínum fyrr í dag. FH leikur í Grill66-deild kvenna en liðið komst ekki í umspil um sæti í Olís-deildinni á síðustu leiktíð.

Ísabella sem er örvhent er 16 ára gömul, getur bæði leikið í stöðu hornamanns og skyttu. Ísabella hefur undanfarin misseri verið í landsliðshópum yngri landsliða Íslands. 

,,Ísabella er ein fjölmargra efnilegra stúlkna sem eru að koma úr yngri flokka starfi FH. Hún á svo sannarlega framtíðina fyrir sér og við hlökkum að sjá hana taka næstu skref og blómsta á næstu árum,” sagði Ágúst Bjarni Garðarsson við undirskriftina. 

Ísabella er að ganga uppúr 4.flokki kvenna og var í leikmannahópi FH í Grill66-deildinni í fyrra í sex leikjum og skoraði sitt fyrsta meistarflokks mark. Hún verður sennilega í stærra hlutverki í vetur en FH leikur sinn fyrsta leik gegn Fjölni 14.september. Liðið situr hjá í 1. umferðinni.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top