Verður Óskar Bjarni aðstoðarlandsliðsþjálfari kvenna?
(Baldur Þorgilsson)

Óskar Bjarni Óskarsson ((Baldur Þorgilsson)

Eins og Handkastið greindi frá fyrst allra miðla þá er Ágúst Þór Jóhannsson hættur sem aðstoðarþjálfari kvennalandsliðs Íslands eftir fimm ára samstarf með Arnari Péturssyni landsliðsþjálfara.

Í kjölfarið sagði Jón Halldórsson formaður HSÍ að engar formlegar viðræður væru hafnar við nýjan aðstoðarþjálfara.

Handkastið setti til gamans upp fimm manna lista yfir líklega kandídata sem gætu tekið við sem aðstoðarþjálfara kvennalandsliðsins.

Á listanum var nafn Óskars Bjarna Óskarssonar, fyrrum þjálfara karlaliðs Vals en Ágúst Jóhannsson tók við karlaliði Vals af Óskari nú í sumar. Nú beinast öll spjót að Óskari Bjarna og samkvæmt heimildum Handkastsins er vilji innan HSÍ að Óskar Bjarni taki við starfinu af Ágústi og aðstoði Arnar Pétursson með kvennalandsliðið.

Framundan er HM hjá stelpunum okkar sem fer fram í Hollandi og Þýskalandi frá 26. nóvember til 14. desember.

Bæði Óskar Bjarni og Jón Halldórsson er staddir í Svartfjallalandi um þessar mundir en dætur þeirra beggja, Laufey Helga Óskarsdóttir og Eva Jónsdóttir Steinsen eru leikmenn U17 ára landsliðs Íslands sem hefur leik á EM á morgun. Hvort þeir muni funda formlega um aðstoðarlandsliðsþjálfara starfið í Svartfjallalandi er ekki svo ólíklegt.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top