Meistaradeild kvenna hefst í byrjun september
(Attila KISBENEDEK / AFP)

2025-gyor-champions-league-gull ((Attila KISBENEDEK / AFP)

Evrópska handknattleikssambandið hefur gefið út staðfesta leikjaniðurröðun fyrir Meistaradeild kvenna næsta vetur. 16 lið eru skráð til leiks og verður spilað í tveimur átta liða riðlum. Fyrsta keppnishelgi verður 6. - 7. september

Ríkjandi meistarar í Györi Audi ETO munu hefja leik á útivelli þegar þær ferðast til Þýskalands og spila gegn BV Borussia Dortmund. Silfurlið síðasta tímabils, Odense Håndbold mun fara til Ungverjalands til að etja kappi við FTC Rail-Cargo.

Meðal annara leikja í fyrstu umferðinni er endurtekning á leiknum um þriðja sætið í Final4 helginni sem fram fór í Búdapest í vor, þegar að Team Esbjerg með Henny Reistad innanborðs tekur á móti Metz Handball.

Annar stórleikur fer svo fram í 2. umferð þegar að Györi Audi ETO tekur á móti Team Esbjerg á heimavelli sínum Audi Arena.

Það verða spilaðar 14 umferðir í riðlakeppninni þar sem að lokaumferðin fer fram 21. og 22. febrúar 2026. Leikdagar í Meistaradeild kvenna verða á laugardögum og sunnudögum í vetur.

Handkastið fylgist með Meistaradeild kvenna í vetur og færir ykkur úrslit leikja og aðra umfjöllun tengda keppninni.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top