2025-gyor-champions-league-gull ((Attila KISBENEDEK / AFP)
Evrópska handknattleikssambandið hefur gefið út staðfesta leikjaniðurröðun fyrir Meistaradeild kvenna næsta vetur. 16 lið eru skráð til leiks og verður spilað í tveimur átta liða riðlum. Fyrsta keppnishelgi verður 6. - 7. september Ríkjandi meistarar í Györi Audi ETO munu hefja leik á útivelli þegar þær ferðast til Þýskalands og spila gegn BV Borussia Dortmund. Silfurlið síðasta tímabils, Odense Håndbold mun fara til Ungverjalands til að etja kappi við FTC Rail-Cargo. Meðal annara leikja í fyrstu umferðinni er endurtekning á leiknum um þriðja sætið í Final4 helginni sem fram fór í Búdapest í vor, þegar að Team Esbjerg með Henny Reistad innanborðs tekur á móti Metz Handball. Annar stórleikur fer svo fram í 2. umferð þegar að Györi Audi ETO tekur á móti Team Esbjerg á heimavelli sínum Audi Arena. Það verða spilaðar 14 umferðir í riðlakeppninni þar sem að lokaumferðin fer fram 21. og 22. febrúar 2026. Leikdagar í Meistaradeild kvenna verða á laugardögum og sunnudögum í vetur. Handkastið fylgist með Meistaradeild kvenna í vetur og færir ykkur úrslit leikja og aðra umfjöllun tengda keppninni.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.