Erna Guðlaug Gunnarsdóttir ((Eyjólfur Garðarsson)
Það er ekki hægt að kvarta yfir frjóseminni í kvennaliði Fram í Olís-deild kvenna því nú er ljóst að fjórði leikmaður liðsins frá síðasta tímabili er ólétt. Á sama tíma og liðið fór alla leið í bikarúrslit og datt út í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn þá var greinilega nóg annað um að vera hjá leikmönnum kvennaliðs Fram. Áður höfðu þær Steinunn Björnsdóttir og Karen Knútsdóttir tilkynnt um óléttu en þær báðar hafa gefið það út að þær hafi lagt handboltaskóna á hilluna. Einnig hafði línumaðurinn, Svala Júlía Gunnarsdóttir tilkynnt að hún beri barn undir belti. Nú var hinsvegar fjórði leikmaður kvennaliðs Fram frá síðasta tímabili að tilkynna að hún eigi von á barni en um er að ræða, miðjumanninn Ernu Guðlaugu Gunnarsdóttur. Erna tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum sínum í síðustu viku en Erna á von á sínu fyrsta barni með Brynjólfi Snæ Brynjólfssyni leikmanni Hauka. Eiga þau von á frumburðinum í lok desember á þessu ári. Handkastið óskar handboltaparinu til hamingju.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.