Adam Morawski ((SOREN STACHE / dpa Picture-Alliance via AFP)
Það vakti mikla athygli þegar markvörður pólska landsliðsins, Adam Morawski ákvað að semja við stórlið Kielce í heimalandinu. Það sem vakti athygli er sú að leikmaðurinn lék níu tímabil með erkifjendum Kielce í Póllandi, Wisla Plock á árunum 2013-2022. Eftir þrjú ár í þýsku úrvalsdeildinni með MT Melsungen hefur pólski landsliðsmarkvörðurinn Adam Morawski hafið nýjan kafla í ferli sínum. Í sumar flutti hann aftur til heimalands síns, þar sem hann nú ver markið hjá pólska liðinu Industria Kielce. Handball-world fjallar um vistaskipti hans til Kielce en hann hefur hafið undirbúning sinn með nýja félaginu fyrir komandi tímabil. ,,Ég hef fengið risastórt tækifæri. Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að gleðja aðdáendurna og allt liðið,“ sagði hann á fyrsta æfingadegi félagsins í samtali við Handball-world. Wisla Plock hafði betur gegn Kielce um pólska meistaratitilinn á síðustu leiktíð en liðin tvö hafa mikla yfirburði í heimalandinu og leika bæði í Meistaradeildinni.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.