Ómar Darri skrifar undir þriggja ára samning
(FH handbolti)

Ómar Darri Sigurgeirsson ((FH handbolti)

Ómar Darri Sigurgeirsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við handknattleiksdeild FH. Ómar Darri er einn efnilegasti leikmaður landsins og er nýkominn heim af Ólympíuhátíð æskunnar þar sem hann var í stóru hlutverki þegar íslenska landsliðið skipað leikmönnum fæddum 2008 og 2009 unnu til gullverðlauna.

Ómar Darri, sem fæddur er árið 2008, er rétthent skytta sem kemur úr yngri flokka starfi FH. Hann glímdi við meiðsli á síðustu leiktíð en er búinn að jafna sig á þeim meiðslum og verður að öllum líkindum í stærra hlutverki hjá liði FH í Olís-deildinni.

Auk þess má gera ráð fyrir því að hann verði einnig í liði ÍH sem leikur í Grill66-deildinni á nýjan leik eftir veru í 2.deildinni síðustu tvær leiktíðir.

,,Við erum gríðarlega ánægð með að gera langtímasamning við Ómar. Hann er virkilega efnilegur leikmaður sem á framtíðina fyrir sér og það verður gaman að fylgjast með honum vaxa og dafna í FH-treyjunni á næstu árum,” sagði Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður handknattleiksdeildar FH við undirskriftina.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top