Úr leik hjá ÍR á síðasta tímabili ((Sigurður Ástgeirsson)
Línumaðurinn, Sigrún Ása Ásgrímsdóttir leikmaður ÍR er að koma til baka eftir krossbandameiðsli sem hún varð fyrir í maí á síðasta ári. Grétar Áki Andersen nýráðinn þjálfari ÍR-liðsins gerir ráð fyrir að Sigrún verði klár með ÍR þegar Olís-deildin fer af stað á nýjan leik í byrjun september. ,,Hún byrjaði að æfa með liðinu nokkrar æfingar áður en við fórum í sumarfrí. Þetta lítur allt vel út hjá henni og ég geri ekki ráð fyrir öðru en að hún verði komin af stað þegar tímabilið byrjar," sagði Grétar Áki samtali við Handkastið. Sigrún Ása lék síðast með ÍR tímabilið 2023/2024 og lék þá 23 leiki með liðinu og skoraði 2,2 mörk að meðaltali það tímabil. Hún lék með Stjörnunni tvö tímabil frá 2019-2021.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.