Söguleg niðurlæging hjá Blæ og félögum í Leipzig
(Leipzig)

Blær Hinriksson ((Leipzig)

Það byrjar ekki vel hjá nýráðnum þjálfara þýska úrvalsdeildarliðsins Leipzig, Spánverjanum Raul Alonso sem tók við liðinu eftir að Rúnari Sigtryggssyni var sagt upp störfum eftir síðustu leiktíð. Blær Hinriksson gekk í raðir félagsins frá Aftureldingu.

Liðið tók þátt í árlegu æfingamóti um helgina sem nefnist Saxlandsbikarinn en þar leika þrjú félög í Saxlandi í Þýskalandi. Þar hefur Leipzig verið áskrift á sigri á mótinu frá upphafi mótsins allt þar til um helgina þegar liðið var "algjörlega niðurlægt" eins og þýski miðillinn, Sport Bild orðaði það í umfjöllun sinni.

Voru Blær Hinriksson og liðsfélagar hans í Leipzig niðurlægðir af neðri deildarliðinu, HC Eldflorenz sem vann sannfærandi átta marka sigur, 35-27. Blær Hinriksson var næst markahæstur í liði Leipzig með fimm mörk í leiknum.

Með sigrinum tryggðu HC Eldflorenz sér sigur á Saxlandsbikarnum. HC Eldflorenz lenti í 5.sæti þýsku B-deildarinnar á síðustu leiktíð. Leipzig hafði áður unnið þriðja deildarlið, Aue með þremur mörkum 37-34.

Þýski miðillinn SportBild fjallar um frammistöðu Leipzig í leikjunum tveimur og talar um „algjöra niðurlægingu“ og segir að í gegnum tíðina hafi leikirnir gegn HC Eldflorenz og Aue verið algjört formsatriði fyrir Leipzig að vinna.

Sérfræðingar um þýsku úrvalsdeildina hafa miklar áhyggjur af gengi Leipzig á komandi tímabili og í ótímabærum spám eru Leipzig taldir vera í fallbaráttu á komandi tímabili. Framundan er annað æfingamót hjá Leipzig þar sem liðið mætir þýsku úrvalsdeildarliðunum MT Melsungen og HSG Wetzlar auk TV Hüttenberg sem leikur í þýsku B-deildinni.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top