Ágústa Tanja framlengir við Selfoss
(Selfoss)

Ágústa Tanja Jóhannsdóttir ((Selfoss)

Ágústa Tanja Jóhannsdóttir hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Selfoss til ársins 2028. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Tanja, sem verður 19 ára í haust hefur leikið með meistaraflokki Selfoss síðustu þrjú tímabil bæði í Olís-deildinni og í Grill66-deildinni.

,,Tanja er mjög efnilegur markvörður og hefur tekið miklum framförum síðustu ár. Tanja hefur verið í yngri landsliðum kvenna ásamt því að vera kölluð inn á æfingar á A-landsliði kvenna síðasta vetur," segir í tilkynningu frá félaginu.

Síðasta vetur lék Tanja stórt hlutverk í Olís-deildinni og varði 187 skot í 24 leikjum með meðaltals markvörslu upp á 32,1%.

,,Handknattleiksdeildin fagnar mjög þessum nýja samningi og erum spennt að sjá Tönju vaxa og dafna áfram í Selfoss treyjunni næstu árin," segir ennfremur í tilkynningunni.

Cornelia Hermansson sem hefur staðið vaktina í marki liðsins ásamt Ágústu síðustu tímabil hefur flutt til Svíþjóðar og gengið í raðir Kungalvs þar í landi.

Selfoss:

Komnar:
Ída Bjarklind Magnúsdóttir frá Víkingi
Mia Kristin Syverud frá Aker Topphandball (Noregur)

Farnar:

Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir í Aftureldingu
Cornelia Hermansson í Kungalvs (Svíþjóð)
Rakel Guðjónsdóttir í Stjörnuna

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top