HK Sola tekur sæti Ludwigsburg í Meistaradeildinni
(MARIJAN MURAT / dpa Picture-Alliance via AFP)

HB Ludwigsburg ((MARIJAN MURAT / dpa Picture-Alliance via AFP)

Norska félagið Sola HK tekur sæti þýska liðsins, HB Ludwigsburg í Meistaradeild Evrópu á komandi tímabili. Evrópska handknattleikssambandið gaf þetta út á heimasíðu sinni í kvöld.

Ákvörðun Evrópska handknattleikssambandsins kom í kjölfar upplýsinga sem bráðabirgðaskiptastjóri HB Ludwigsburg fékk fyrr í dag um að félagið gæti ekki tryggt nauðsynlega fjármögnun til þátttöku í Meistaradeild Evrópu.

Vegna fjárhagsstöðu Ludwigsburg fór EHF strax að vinna í því að finna nýtt lið til að taka þátt í Meistaradeildinni sem hefst í upphafi september. Hafði EHF verið í sambandi við Sola HK undanfarna daga vitandi af slæmri stöðu þýsku meistarana en norska liðið var eitt af félögunum sem höfðu óskað eftir "Wild-card" í Meistaradeild Evrópu fyrr í sumar.

Nú er hinsvegar ljóst að Sola HK tekur við af HB Ludwigsburg og leikur í B-riðli Meistaradeildarinnar.

HK Sola enduðu í 2.sæti norsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og töpuðu í undanúrslitum óvænt gegn Tertnes sem höfðu endað í 5.sæti deildarinnar. Þá tók liðið þátt í Evrópudeildinni þar sem liðið fékk tvö stig í sex leikjum í riðlakeppninni og endaði í neðsta sæti síns riðils.

Þar að auki mun EHF höfða mál gegn HB Ludwigsburg og þýska handknattleikssambandinu, þýsku kvennadeildinni, byggt á skráningarkröfum sem fram koma í reglum Meistaradeildar Evrópu.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top