Öruggur sigur á Rúmenum
(HSÍ)

U17 kvenna ((HSÍ)

Íslenska kvennalandsliðið skipað leikmönnum 17 ára og yngri sigraði Rúmena á Evrópumótinu sem fram fer í Svartfjallalandi um þessar mundir. Íslenska liðið hafði betur 32-26, en liðið leikur um sæti 17-24 á mótinu.

Ebba Guðríður Ægisdóttir var markahæst í íslenska liðinu með 8 mörk og á eftir henni kom Laufey Helga Óskarsdóttir með 7 mörk.

Jafnt var með liðunum til að byrja með í fyrri hálfleik en íslenska liðið komst svo fljótlega í 8-4 og leit aldrei um öxl eftir það í leiknum. Staðan í hálfleik var 16-12 Íslandi í vil.

Danijela Sara B. Björnsdóttir átti stórleik í marki Íslands og um miðbik seinni hálfleiks var hún með yfir 50% markvörslu.

Stelpurnar komust mest í 9 marka forystu 27-18 en þá slógu þær aðeins af bensíngjöfinni og 6 marka sigur, 32-26 staðreynd.

Íslenska liðið mun mæta því austurríska á morgun klukkan 17:30 og spila um að komast í leikinn um 17.sætið á mótinu.

Mörk Íslands: Ebba Guðríður Ægisdóttir 8 mörk, Laufey Helga Óskarsdóttir 7, Eva Steinsen Jónsdóttir 5, Eva Lind Tyrfingsdóttir 4, Tinna Ósk Gunnarsdóttir 3, Vigdís Arna Hjartardóttir 2, Agnes Lilja Styrmisdóttir 2, Hekla Sóley Halldórsdóttir 1.

Markvarsla: Danijela Sara B. Björnsdóttir 19 varðir, 43% markvarsla

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top