Anna Karen í leik með Stjörnunni (Sævar Jónsson
Handknattleikskonan Anna Karen Hansdóttir leikmaður Stjörnunnar mun ekki leika með liðinu á komandi leiktíð. Þetta staðfesti Patrekur Jóhannesson þjálfari liðsins í samtali við Handkastið. Ástæðan fyrir því að Anna Karen ku ekki leika með Stjörnunni í Olís-deildinni á næstu leiktíð er sú að hún er að flytja til Danmerkur í nám og mun vera í nánd við fjölskyldu sína sem er búsett í Danmörku. Hún kom til Stjörnunnar árið 2020 þá frá Danmörku og lék með liðinu fjögur tímabil. Anna Karen leikur sem vinstri hornamaður og hefur verið mikilvægur leikmaður í liði Stjörnunnar síðastliðin ár í bæði vörn og sókn. Anna spilaði 21 leik í Olís-deildinni á síðustu leiktíð og skoraði í þeim 61 mark.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.