Bolti handbolti ((Raggi Óla)
Engin lausn virðist í sjónmáli hjá stjórnendum kvennaliðs Viborgar í dönsku úrvalsdeildinni í máli Christinu Pedersen, markahæsta leikmann liðsins frá síðasta tímabili en hún hefur ekki mátt æfa með liðinu frá því að liðið mætti aftur til æfinga eftir sumarfrí. Leikstjórnandinn Christina Pedersen var sett í 14 daga æfingabann hjá Viborg HK sem nú er liðið vegna innri ágreinings þar sem stór hluti hópsins vildi ekki æfa ef hún tæki þátt, samkvæmt TV 2 Sport. Æfingabannið er runnið út en danskir fjölmiðlar greina frá því að það hafi verið framlengt, þar sem aðilar hafa ekki enn fundið lausn á deilunni. Jens Steffensen, framkvæmdastjóri VHK, vill ekki útskýra nánar hvaða vinna er í gangi á bak við tjöldin, Framkvæmdastjórinn segir einnig að þeir vonist til að hafa fundið lausn fyrir opnunarleik tímabilsins gegn Ringkøbing Håndbold 31. ágúst. Sjá einnig:
„Nei, ég get það ekki. En það er ljóst að þegar það er eitthvað sem við erum ósammála um, þá tölum við saman eða finnum hvort við getum fundið leið. Það er það sem við erum að vinna í,“ sagði Jens við TV 2 Sport.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.