Stefan Kretzschmar til hægri ásamt Jaron Siewert ((Sebastian Räppold / Sportfoto Matthias Koch / dpa Picture-Alliance via AFP)
Meistarakeppnin í Þýskalandi, Super-cup fer fram í Munchen, 23. ágúst næstkomandi. Munchen er nú ekki þekkt fyrir handbolta en þetta mun vera fyrsta skrefið í átt að því að gera München-borg að handboltaáhugaborg. Þetta segir í erlendum miðlum sem fjalla um málið. Stefan Kretzschmar, fyrrverandi landsliðsmaður og íþróttastjóri hjá Füchse Berlin, hvetur FC Bayern München til að leggja frekari áherslu á handbolta og talaði um á blaðamannafundi sem haldinn var á dögunum er það var tilkynnt að Meistarakeppnin færi fram í Munchen í ár. Þar nefndi Kretzscmar að með þeirri faglegu stjórn og fjárhagslegri stöðu sem Bayern Munchen er með, gæti félagið auðveldlega sett fjármagn í handboltalið. Félagið hefur þegar fjárfest í körfubolta og það væri mikil uppbót fyrir íþróttina ef þeir myndu stofna lið. En tekið var fram að það hafi tekið Bayern Munchen þónokkur ár að koma körfuboltaliði sínum á hæsta stall í þýskum körfubolta. Bennet Wiegert þjálfari sigurvegara Meistaradeildarinnar og Íslendingaliðsins Magdeburg lýst vel á verkefnið í München. Hann nefnir að það myndi auka áhorf að fá svona stórt félag inn í hreyfinguna en gæti orðið erfitt að stofna nýtt lið á svona hæsta stigi. Leikið verður Meistarar meistaranna í karla og kvenna flokki í SAP Garden höllinni. Í karlaflokki mætast meistararnir Füchse Berlin og bikarmeistararnir THW Kiel, en HSG Blomberg-Lippe og Thüringer HC keppa um meistara meistaranna í kvenna.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.