Breytingar á fyrirkomulaginu í Evrópudeildinni
MARIJAN MURAT / dpa Picture-Alliance via AFP)

VfL Oldenburg - Thüringer HC (MARIJAN MURAT / dpa Picture-Alliance via AFP)

Eftir að norska félagið Sola HK tók sæti HB Ludwigsburg í Meistaradeild kvenna fyrir komandi tímabil hefur evrópska handknattleikssambandið þurft að bregðast við að og gera breytingar á fyrirkomulaginu í Evrópudeildinni. Norska liðið var upphaflega í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Miðað við röðun liða fyrir komandi tímabil var Sola HK eitt af fjórum félögum sem komust beint í riðlakeppni EHF Evrópudeildarinnar kvenna 2025/26, ásamt Thüringer HC (Þýskalandi), Nykøbing Falster Håndbold (Danmörku) og CSM Corona Brasov (Rúmeníu).

EHF tilkynnti í síðustu viku að Sola HK tæki sæti HB Ludwigsburg í B-riðli EHF Meistaradeildarinnar kvenna eftir að þýsku meistararnir var vikið úr Meistaradeildinni vegna fjárhagsörðuleika og gjaldþrots. Þar af leiðandi voru breytingar á leikkerfi Evrópudeildarinnar nauðsynlegar. Tertnes Bergen, norskt félag sem upphaflega var sett í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar sleppur við forkeppnina og hefur unnið sér inn sæti í riðlakeppninni.

Vegna breytingarinnar kemst andstæðingurinn, sem áður var dregin gegn Tertnes Bergen í 3. umferðinni beint áfram í riðlakeppnina. Sigurvegari í einvígi Motherson Mosonmagyaróvári KC (Ungverjalandi) og O.F.N. Ionias (Grikklandi) sleppur því við 3.umferðina og kemst beint í riðlakeppnina.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top