Tekur Krickau við Fuchse Berlín?
(MARIUS BECKER / dpa Picture-Alliance via AFP)

Jaron Siewert ((MARIUS BECKER / dpa Picture-Alliance via AFP)

Lið Fucshe Berlin mun í fyrsta skiptið koma inn í tímabilið sem ríkjandi Þýskalandsmeistarar. Þeir hefja titilvörnina 23.ágúst gegn Kiel í meistarar meistaranna en leikurinn fer fram í Munchen. Fyrsti deildarleikurinn verður svo 31.ágúst þegar þeir mæta Arnóri Þór Gunnarssyni og félögum í Bergischer HC.

Maður myndi halda að allt léki í lyndi hjá ríkjandi meisturum og silfurliði meistarardeildar Evrópu frá síðasta tímabili en svo er ekki. Þjálfari þeirra Jaron Siewert (31 árs) verður samninglaus eftir tímabil og illa hefur gengið að ná saman milli hans og Fusche.

Siewert var valinn þjálfari tímabilsins af þjálfurum og forráðamönnum þýsku deildarinnar í fyrra eftir frábært tímabil en þrátt fyrir alla þessa velgengni gæti farið svo að eitt mest spennandi þjálfarastarf í heimi verði laust sumarið 2026.

Forseti Fusche Berlin, Frank Steffel, lét hafa eftir sér um daginn:  „Stærstu mistökin eru oftast gerð þegar allt gengur vel og við verðum að fara varlega að gera ekkert slíkt núna. Siewert hefur verið hjá okkur í fimm ár og við erum á leiðinni inn í okkar stjötta tímabil núna. Við erum gífurlega ánægð með hvernig hann hefur þroskast sem þjálfari og manneskja á þessum tíma hjá okkur en hann ætti líka að spyrja sig hvort nún sé rétti tíminn til að prófa eitthvað nýtt.“

Orðrómur hefur verið uppi í Þýskalandi að fyrrum þjálfari Flensburg, Nicolej Krickau (38), sé líklegur arftaki Siewert næsta sumar. Daninn var sterklega orðaður við Lipzieg í sumar en afþakkaði starfið svo á endanum, eflaust í von um að fá stærra félag síðar.

Það verður því áhugavert að sjá hvað gerist í þessum málum á næstu mánuðum.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top