Grgic getur orðið heimsklassa leikmaður
(BERND WEISSBROD / dpa Picture-Alliance via AFP)

Marko Grgic ((BERND WEISSBROD / dpa Picture-Alliance via AFP)

Misha Kaufmann nýráðinn þjálfari TVB Stuttgart í Þýsku úrvalsdeildinni ræddi nýlega við miðilinn Handball-world um þau óvæntu félagsskipti hjá Marko Grgic og Flensburg.

Misha tók við TVB Stuttgart í sumar eftir að hafa þjálfað ThSV Eisenach síðan 2021. Hann þjálfaði Grgic í 3 ár þar til að þeir báðir sögðu skilið við ThSV Eisenach eftir yfirstaðið tímabil.

„Ég sé þetta sem rétta næsta skrefið fyrir Marko. Marko er einstaklega hæfileikaríkur. Hann hefur öll tækifæri, allt er opið fyrir honum. Hann getur náð hverju sem er á ferlinum, þar á meðal að verða heimsklassa leikmaður. Spurningin er hvað býr í höfðinu á honum, hugarfarið hans. Ef hann getur haldið áfram að byggja á því sem hann hefur gert hingað til, þá tel ég að hann sé fær um allt sem maður getur dreymt um,“ sagði Misha Kaufmann í samskiptum við handball-world.

Hann vildi þetta virkilega

,,Við höfum náið samband. Ég held að það sé gott. Við höfum líka unnið saman með góðum árangri í mörg ár. En ég hafði engin áhrif á nein félagaskipti. Hann spurði mig vissulega álits míns á einhverjum tímapunkti og svo sagði ég honum það."

„Ég er sannfærður um að þetta sé næsta skref sem hann verður og ætti að taka. Ég er ánægður að þetta hafi tekist hjá honum. Hann vildi þetta virkilega, og hann vildi þetta á þessu tímabili. Flensburg getur talið sig mjög heppið að hafa svona ungan, áhugasaman og framúrskarandi einstakling í liðinu sínu,“ sagði Kaufmann.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top