Kári Kristján mun aldrei klæðast treyju ÍBV aftur
(Eyjólfur Garðarsson)

Kári Kristján Kristjánsson ((Eyjólfur Garðarsson)

Kári Kristján Kristjánsson spilar ekki með ÍBV í Olís-deildinni í vetur og mun aldrei leika aftur í treyju ÍBV. Þetta staðfesti hann í löngu og ítarlegu hlaðvarpsviðtali við Handkastið sem birtist í kvöld.

Þar fer hann mjög ítarlega yfir tímalínu samningaviðræða hans við ÍBV sem hófust í maí og lauk endanlega í síðustu viku er framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar ÍBV, Þorlákur Sigurjónsson hafði samband við hann símleiðis og tilkynnti honum það að Kári Kristján fengi ekki samning við félagið eins og talað hafi verið um og þeir hafi náð munnlegu samkomulagi fyrr í sumar.

Viðtalið við Kára er fyrsti þáttur nýs tímabils hjá Handkastinu sem verður með tvö þætti í viku í allan vetur og fjöllum við ítarlega um allt sem gerist í handboltaheiminum bæði hér heima og erlendis.

Kári sagði í viðtali við Handkastið í byrjun júlí mánaðar að hann stefndi á að halda ferlinum áfram þrátt fyrir veikindi sem hann glímdi við fyrr á þessu ári sem gerðu það að verkum að hann gat ekki leikið nema einn leik með ÍBV eftir áramót.

Nú er ferill hans í óvissu og telur Kári afar litlar líkur á því að hann spili handbolta aftur.

Frekari fréttir úr viðtalinu birtast hér á síðunni á næstu dögum

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top