Lilja Hrund framlengir við Gróttu
Eyjólfur Garðarsson)

Lilja Hrund Stéfansdóttir (Eyjólfur Garðarsson)

Vinstri hornamaður Gróttu, Lilja Hrund Stefánsdóttir hefur framleng samning sinn við félagið til næstu tveggja ára. Þetta tilkynnti félagið á samfélagsmiðlum sínum.

,,Lilja Hrund er Gróttufólki vel kunn enda uppalin í Gróttu og hefur, þrátt fyrir að vera fædd árið 2005, leikið með meistaraflokki síðan 2021. Lilja sem spilar vinstra horn á að baki yfir 100 leiki með meistaraflokki," segir í tilkynningunni frá Gróttu sem segir einnig frá tengingum Lilju við félagið.

,,Það má til gamans geta að Lilja er yngri systir Önnu Katrínar Stefánsdóttir sem Gróttufólk þekkir vel. Saman mynda þær eitt af fjórum uppöldum systrapörum sem hafa æft eða spilað með meistaraflokki Gróttu í handbolta á síðasta tímabili."

Lilja lék með Gróttu í Olís-deildinni á síðustu leiktíð en liðið endaði í neðsta sæti deildarinnar og leikur því í Grill66-deildinni á komandi tímabili.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top