Garðar Ingi Sindrason (IHF)
Klukkan 16:30 hefst leikur Íslands og Ungverjalands á HM U19 karla sem fram fer í Egyptalandi. Bæði lið mæta særð til leiks eftir töp í 8-liða úrslitum keppninnar í gær. Sigurvegarar í leiknum leika um 5.sætið á mótinu en það lið sem tapar leikur mun 7.sætið. Ísland tapaði í 8-liða úrslitum gegn Danmörku í gær með tveimur mörkum en á sama tíma tapaði Ungverjaland gegn Þýskalandi með einu marki. Leikurinn er í beinni á Youtube-rás alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF. Hægt er að horfa á leikinn í beinni hér:
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.