Morten Boe Linder skoraði þrjú í dag. (Egill Bjarni Friðjónsson)
KG Sendibílamótið lauk fyrir norðan í dag með þremur leikjum. Eftir leiki dagsins er ljóst að KA vann KG Sendibílamótið í karlaflokki eftir tvö sigra á Þór en einungis tvo karlalið tóku þátt í mótinu. Í kvennaflokki voru það síðan ÍBV en þær unnu alla sína leiki á mótinu. Stjörnustelpur unnu sinn fyrsta leik á mótinu þegar þær lögðu KA/Þór af velli, 26-21. En í hinum kvennaleiknum í dag vann ÍBV tíu marka sigur á Gróttu 25-15. Markaskorun KA/Þórs: Unnur Ómarsdóttir 4, Susanne ettersen 1, Panka 4, Lydía Gunnþórsddóttir 3, Trude Håkonsen 2, Tinna Valgerður Gísladóttir 1, Rakel Sara Elvarsdóttir 3, Anna Petrovic 1, Elsa Guðmundsdóttir 1, Þórunn 1. Markaskorun Stjörnunnar: Tinna Sigurrós Traustadóttir 8, Natasja Hammer 6, Guðmunda Auður Guðjónsdóttir 4, Vigís Arna Hjartardóttir 4, Aníta Björk Theodórsdóttir 2, Bryndís Hulda Ómarsdóttir 1, Hanna Guðrún Hauksdóttir 1. Markaskorun Gróttu: Ída Margrét Stefánsdóttir 6, Katrín Scheving 3, Svandís Birgisdóttir 2, Arna Katrín Viggósdóttir 1, Elísabet Ása Einarsdóttir 1, Kristín Scheving 1, Edda Steingrímsdóttir 1. Markaskorun ÍBV: Sandra Erlingsdóttir 7, Birna Berg Haraldsdóttir 6, Ásdís Halla Hjarðar 3, Birna Dís Sigurðardóttir 2, Amelía Dís Einarsdóttir 3, Lilja Svansdóttir 1, Ásta Björt Júlíusdóttir 1, Birna María Unnarsdóttir 1. Hjá körlunum vann síðan KA nágranna sín í Þór með einu mark 27-26 en KA vann Þór einnig á fimmtudagskvöldið. Markaskorun KA: Bjarni Ófeigur Valdimarsson 7, Einar Birgir Stefánsson 5, Giorgi Dikaminhja 5, Logi Gautason 4, Morten Boe Linder 3, Magnús Dagur Jónatansson 3. Markaskorun Þórs: (Upplýsingar vantar)
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.