Garðar Ingi Sindrason (IHF)
Garðar Ingi Sindrason leikmaður FH og U19 ára landsliðs Íslands er eitt okkar mesta efni og er þrátt fyrir ungan aldur orðinn lykilmaður í liði FH. Garðar Ingi sýnir á sér bakhliðina í dag. Fullt nafn: Garðar Ingi Sindrason Eldri bakhliðar: Bakhliðin: Bakhliðin: Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín Bakhliðin: Dagur Árni Heimisson Bakhliðin: Baldur Fritz Bjarnason Bakhliðin: Elín Rósa Magnúsdóttir
Gælunafn: Alltaf verið kallaður Gassi
Aldur: 17 ára
Hjúskaparstaða: Lausu
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 2022 í KA heimilinu
Uppáhalds drykkur: Kalt pepsi max klikkar ekki
Uppáhalds matsölustaður: Hornið
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Prison Break
Uppáhalds tónlistarmaður: Birnir og Drake
Uppáhalds hlaðvarp: Doctor Football
Uppáhalds samfélagsmiðill: Því miður er það TikTok
Frægasti fylgjandinn þinn á Instagram: Aron Pálmarsson, frændi
Fyrsta verk ef þú yrðir formaður HSÍ: Hugsa ég myndi reyna lækka kostnað á yngri landsliðin
Hvað ertu að meðaltali mikið í símanum á dag: 5 tímar
Fyndnasti Íslendingurinn: Hjörvar Hafliða
Hvernig hljóma síðustu skilaboðin þín til þjálfarans þíns: Ég spurði “Hvenær spilaði ég minn fyrsta meistarflokksleik ?”
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Haukum
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Julian Köster eða Mahe
Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Steini Arndal og Einar Andri
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Magnús Dagur Jónatanson, frábær manneskja utan vallar en þvílíka kvikindið inna vellinum
Hver var fyrirmyndin þín í æsku: Aron Pálmarsson og bróðir minn, Einar Sindra
Helsta afrek á ferlinum: Deildarmeistari með FH og efnilegastur í Olís
Mestu vonbrigðin: Tapa leiknum um bronsið með landsliðinu síðasta sumar var súrt
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Andri Erlingsson
Efnilegasti handboltamaður/kona landsins: Narfi Arndal og Bergrós Ásta
Besti handboltamaðurinn frá upphafi: Aron Pálmarsson
Ein regla í handbolta sem þú myndir breyta: Myndi testa skotklukkuna
Þín skoðun á 7 á 6: Þreytt að horfa a það en fínt að grípa í ef það er einhvað bras sóknarlega
Hver er þín fyrsta minning af handbolta: Horfa á Einar bróðir minn spila í yngri flokkum
Í hvernig handboltaskóm spilar þú: Adidas Crazyflight
Hvaða þrjá handbolta leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju, og af hverju: Tæki Ágúst Guðmundsson mikill stemningsmaður, Daníel Mána Sigurgeirsson gæti reynst okkur vel varðandi það að koma okkur mögulega upp á land og svo myndi ég taka Elís Þór Aðalsteinsson það er alvöru steik. Ólíklegir að lifa af en það væri gaman
Hvaða lag kemur þér í gírinn: Somebody to love með Biebernum
Rútína á leikdegi: Reyni að stytta skóladaginn aðeins og alltaf pasta hjá mömmu fyrir leik
Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í Love Island: Ingvar Dagur eða Jakob Martin, hugsa þeir væru bara flottir saman þarna
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ólýsanlega góður í upphitunar fótboltanum
Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Ágúst Birgisson algjör toppmaður, hrikalegt að missa hann úr klefanum
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.