Bakhliðin: Garðar Ingi Sindrason
IHF)

Garðar Ingi Sindrason (IHF)

Garðar Ingi Sindrason leikmaður FH og U19 ára landsliðs Íslands er eitt okkar mesta efni og er þrátt fyrir ungan aldur orðinn lykilmaður í liði FH.

Garðar Ingi sýnir á sér bakhliðina í dag.

Fullt nafn: Garðar Ingi Sindrason

Gælunafn: Alltaf verið kallaður Gassi

Aldur: 17 ára

Hjúskaparstaða: Lausu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 2022 í KA heimilinu

Uppáhalds drykkur: Kalt pepsi max klikkar ekki

Uppáhalds matsölustaður: Hornið

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Prison Break

Uppáhalds tónlistarmaður: Birnir og Drake

Uppáhalds hlaðvarp: Doctor Football

Uppáhalds samfélagsmiðill: Því miður er það TikTok

Frægasti fylgjandinn þinn á Instagram: Aron Pálmarsson, frændi

Fyrsta verk ef þú yrðir formaður HSÍ: Hugsa ég myndi reyna lækka kostnað á yngri landsliðin

Hvað ertu að meðaltali mikið í símanum á dag: 5 tímar

Fyndnasti Íslendingurinn: Hjörvar Hafliða

Hvernig hljóma síðustu skilaboðin þín til þjálfarans þíns: Ég spurði “Hvenær spilaði ég minn fyrsta meistarflokksleik ?”

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Haukum

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Julian Köster eða Mahe

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Steini Arndal og Einar Andri

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Magnús Dagur Jónatanson, frábær manneskja utan vallar en þvílíka kvikindið inna vellinum

Hver var fyrirmyndin þín í­ æsku: Aron Pálmarsson og bróðir minn, Einar Sindra

Helsta afrek á ferlinum: Deildarmeistari með FH og efnilegastur í Olís

Mestu vonbrigðin: Tapa leiknum um bronsið með landsliðinu síðasta sumar var súrt

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Andri Erlingsson

Efnilegasti handboltamaður/kona landsins: Narfi Arndal og Bergrós Ásta

Besti handboltamaðurinn frá upphafi: Aron Pálmarsson

Ein regla í handbolta sem þú myndir breyta: Myndi testa skotklukkuna

Þín skoðun á 7 á 6: Þreytt að horfa a það en fínt að grípa í ef það er einhvað bras sóknarlega

Hver er þín fyrsta minning af handbolta: Horfa á Einar bróðir minn spila í yngri flokkum

Í hvernig handboltaskóm spilar þú: Adidas Crazyflight

Hvaða þrjá handbolta leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju, og af hverju: Tæki Ágúst Guðmundsson mikill stemningsmaður, Daníel Mána Sigurgeirsson gæti reynst okkur vel varðandi það að koma okkur mögulega upp á land og svo myndi ég taka Elís Þór Aðalsteinsson það er alvöru steik. Ólíklegir að lifa af en það væri gaman

Hvaða lag kemur þér í gírinn: Somebody to love með Biebernum

Rútína á leikdegi: Reyni að stytta skóladaginn aðeins og alltaf pasta hjá mömmu fyrir leik

Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í Love Island: Ingvar Dagur eða Jakob Martin, hugsa þeir væru bara flottir saman þarna

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ólýsanlega góður í upphitunar fótboltanum

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Ágúst Birgisson algjör toppmaður, hrikalegt að missa hann úr klefanum

Eldri bakhliðar:

Bakhliðin: Bakhliðin: Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín

Bakhliðin: Dagur Árni Heimisson

Bakhliðin: Baldur Fritz Bjarnason

Bakhliðin: Blær Hinriksson

Bakhliðin: Elín Rósa Magnúsdóttir

Bakhliðin: Reynir Þór Stefánsson

Bakhliðin: Elín Klara Þorkelsdóttir

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top