Krickau (AXEL HEIMKEN / dpa Picture-Alliance via AFP)
Eins og Handkastið hefur greint frá síðustu daga er sterkur orðrómur um það að Þýskalandsmeistararnir í Fuchse Berlín neyðist til að ráða nýjan þjálfara fyrir næsta tímabil en samningur Jaron Siewert þjálfara félagsins rennur út næsta sumar. Nafn Nicolej Krickau hefur verið efst á lista þeirra þjálfara sem hafa verið orðaðir við Fuchse Berlín að undanförnu. Bent Nygaard danskur handboltasérfræðingur segir það skiljanlegt að Krickau sé nefndur til sögunnar sem líklegur eftirmaður Siewert. Bob Hanning, framkvæmdastjóri Füchse Berlín, neitar því þó að Krickau sé á borðinu hjá þeim og leggur áherslu á að þjálfaramálið verði ekki tekið fyrir fyrr en síðar á tímabilinu. Bent Nygaard, handboltasérfræðingur TV 2, skilur samt að umræðan hafi komið upp. „Eftir frammistöðu Siewerts á síðasta tímabili hefði Füchse Berlin átt að vera tilbúið með fimm ára samning við hann, en það hefur ekki gerst. Þess vegna koma vangaveltur um möguleg þjálfaraskipti upp náttúrulega,“ segir Nyegaard við TV2 Sport. Krickau hefur verið án félags síðan Flensburg-Handewitt var rekinn í desember 2024.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.