464798720_9415244791836060_4777966633934755427_n ((Handknattleiksdeild Aftureldingar)
Andrés Gunnlaugsson var í síðustu viku ráðinn þjálfari kvennaliðs Aftureldingar og mun hann þjálfa liðið með Erni Inga Bjarkasyni. Andrés er gamall refur í bransanum og hefur þjálfað lengi og gefið mjög mikið af sér til Handknattleiks hreyfingarinnar hér á Íslandi bæði sem þjálfari og sjálfboðaliði. Handkastið ákvað að heyra í Andrési og spyrja hann út í nýja verkefnið. Til hamingju með nýja starfið Andrés. Átti þetta sér langan aðdraganda? Nei talaði í byrjun vikunnar við stjórnarmenn. Fundum að það var gagnkvæmur vilji að láta reyna á þetta. Átti svo góðan fund með Erni Inga og við fundum að okkar hugmyndir um þjálfun áttu góða samleið. Það var síðan klárað að skrifa undir í kjölfarið. Þú ert búinn að vera lengi í bransanum og komið víða við. Manstu hvaða ár þú byrjaðir að þjálfa? Held að ég hafi byrjað 1977 hjá HK með 5. flokk karla. Næstum hálf öld í bransanum er býsna vel gert. En hvernig lýst þér á liðið og klúbbinn? Mér lýst mjög vel á hópinn. Afturelding er stórt félag með góða aðstöðu, það er mikill vilji að koma mfl kvenna aftur í efstu deild. Lýst þér ekki vel á samstarfið með Erni Inga og liðinu? Ég er mjög spenntur að vinna með Erni Inga og liðinu. Vonandi get ég komið með eitthvað inn í þjálfunina sem hjálpar liðinu og bætir leikmenn. Hvernig lýst þér á deildina í vetur og hvernig rýnirðu í hana? Það er spennandi að spila þrefalda umferð, 21 leikur, það verður virkilega gaman að fá svona marga leiki. Eina sem skemmir að mínu mati ef það á að spila flesta leiki á sunnudögum en ég veit að það er verið að skoða að færa sem flesta leiki á föstudaga sem er að mínu mati miklu betri kostur og tel það komi fleiri áhorfendur þá. Deildin verður verður nokkuð jöfn í vetur að ég tel og held fyrirfram að ekkert lið muni stinga af. Handkastið óskar Andrési til hamingju með nýja starfið og hlakkar til að sjá hann aftur á hliðarlínunni í kvennaboltanum.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.