Það ríkir mikil eftirvænting fyrir EM 2026. (JOHAN NILSSON / TT News Agency via AFP)
Handknattleikssamband Íslands sendi frá sér tilkynningu fyrr í dag þar sem segir að nú fer hver að verða seinastur að næla sér í miða í frátekin íslensk sæti á Evrópumótinu sem fram fer í Svíþjóð í janúar á næsta ári. Ísland er þar í riðli með Ítölum, Póllandi og Ungverjalandi í F-riðli. F-riðilinn er leikinn í Kristianstad og en tvö efstu liðin í riðlinum færa sig svo til Malmö og leika þar í milliriðli. ,,Það vill enginn missa af stórmóta stemmingunni sem myndast hjá íslensku stuðningsmönnunum," segir í tilkynningunni frá HSÍ.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.