Ísak Logi Einarsson (Sævar Jónasson)
Ísak Logi Einarsson leikmaður Stjörnunnar varð Meistari Meistaranna á dögunum með liðsfélögum sínum í Stjörnunni. Ísak Logi fékk stór hlutverk í liði Stjörnunnar í fyrra og verður spennandi að fylgjast með honum í vetur. Ísak Logi sýnir á sér bakhliðina í dag. Fullt nafn: Ísak Logi Einarsson Eldri bakhliðar: Bakhliðin: Garðar Ingi Sindrason Bakhliðin: Bakhliðin: Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín Bakhliðin: Dagur Árni Heimisson Bakhliðin: Baldur Fritz Bjarnason Bakhliðin: Elín Rósa Magnúsdóttir
Gælunafn: Sakkó eða Sakki
Aldur: 21 árs
Hjúskaparstaða: Föstu
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Fyrsti leikurinn sem ég spilaði í var með Val 2022 á móti Herði held ég
Uppáhalds drykkur: Pepsi Max
Uppáhalds matsölustaður: Serrano
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Game of thrones
Uppáhalds tónlistarmaður: Birnir
Uppáhalds hlaðvarp: Brodies
Uppáhalds samfélagsmiðill: Tiktok
Frægasti fylgjandinn þinn á Instagram: Kærastan mín hún Hrafnhildur Haralds
Fyrsta verk ef þú yrðir formaður HSÍ: Auka umfjöllun á íslenskum handbolta
Hvað ertu að meðaltali mikið í símanum á dag: 4-5 tíma
Fyndnasti Íslendingurinn: Big sexy
Hvernig hljóma síðustu skilaboðin þín til þjálfarans þíns: Hann spurði hvernig heilsan væri og ég sagði mun betri er orðinn nánast verkjalaus í hnénu
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: FH
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Veit ekki hvort það telst með en var í hóp á móti Máté Lékai og Kim Andersson en sem ég hef spilað á móti er Aron Pálmarsson.
Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Snorri Steinn Guðjónsson í meistaraflokki og Heimir Ríkarðsson var snillingur í yngri flokkunum.
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt:
Hver var fyrirmyndin þín í æsku: Pabbi minn örugglega
Helsta afrek á ferlinum: Komast í bikarúrslit á síðasta tímabili
Mestu vonbrigðin: Tapa í bikarúrslitum
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Dagur Fannar Möller við spiluðum alltaf vel saman í yngri flokkunum í Val.
Efnilegasti handboltamaður/kona landsins: Reynir Þór Stefánsson
Besti handboltamaðurinn frá upphafi: Mikkel Hansen
Ein regla í handbolta sem þú myndir breyta: Sá sem fiskar vítið þarf að taka það.
Þín skoðun á 7 á 6: Þoli ekki að spila það en það getur verið gott í sumum aðstöðum.
Hver er þín fyrsta minning af handbolta: Man eitthvað eftir fyrstu æfingunum með svampabolta þegar ég var svona 6 til 7 ára.
Í hvernig handboltaskóm spilar þú: Adidas
Hvaða þrjá handbolta leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju, og af hverju: Sigurð Dan Óskarsson og Daníel Karl Gunnarsson til að halda stemningunni góðri. Tandri Már Konráðsson er örugglega sleipur í að veiða eða smíða eitthvað.
Hvaða lag kemur þér í gírinn: Till I collapse með Eminem
Rútína á leikdegi: Serrano í hádeginu og horfa á einhverjar klippur til að ákveða sóknarleikinn.
Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í Love Island: Daníel Karl Gunnarsson
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Á Íslandsmeistara titil í yngri flokkunum í körfubolta
Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum
og af hverju: Bara hversu ljúfur Siggi Dan er.
Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er. Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi spyrja LeBron James hvernig hann færi að því að vera enþá í svona formi fertugur.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.