Hvað er að frétta erlendis? (JOHAN NILSSON / TT News Agency via AFP)
Handkastið fylgist með handboltafréttum hvaðan nær úr heiminum. Hér birtast lifandi erlendar fréttir allan daginn auk þess sem stærri fréttir birtast sem sérfrétt á forsíðu Handkastsins. Fylgstu með því sem er að gerast í handboltaheiminum erlendis hér á Handkastinu. Það voru heldur betur óvænt úrslit í 1.umferðinni í dönsku úrvalsdeildinni þegar Esbjerg gerði jafntefli við Silkeborg Voel 36-36. Esbjerg enduðu í 2.sæti deildarinnar í fyrra en hafði unnið deildina tvívegis á undan á meðan Silkeborg endaði í 10. sæti í fyrra. Esbjerg vann Silkeborg með 20 og 18 markamun í deildinni í fyrra. Janus Daði Smárason var ekki meðal markaskorara þegar Pick Szeged vann sextán marka sigur á Gyöngyös 42-26 í 1.umferð ungversku úrvalsdeildarinnar. Þetta var hinsvegar leikur sem er hluti af 3.umferðinni. Handkastið er ekki kunnugt um það afhverju þessi leikur var spilaður í kvöld en til að mynda er Veszprem á Íslandi að undirbúa kveðjuleik FH sem fram fer annað kvöld. Bojana Popovic fyrrverandi landsliðskona og landsliðsþjálfari Svartfjallalands hefur verið ráðin aðstoðarlandsliðsþjálfari kvennaliðs Danmerkur. Þar verður hún Helle Thomsen til aðstoðar. Fyrsti landsleikur Danmerkur undir stjórn Helle og Popovic verður gegn íslenska landsliðinu í Frederikshavn, laugardaginn 20.september. Dagur Gautason skoraði fjögur mörk þegar lið hans Arendal vann Reistad í norsku bikarkeppninni í handknattleik í gærkvöldi með nítján marka mun 45-26. Þjóðverjinn, Patrick Groetski verður áfram fyrirliði Rhein-Neckar Lowen en línumaðurinn Jannik Kohlbacher mun taka við hlutverki varafyrirliða. Groetzki hefur borið fyrirliðabandið frá sumrinu 2022, þegar hann tók við af Uwe Gensheimer. Bikarkeppnin í Svíþjóð er í fullum gangi en í Svíþjóð er spilað í mörgum litlum riðlum í bikarkeppninni áður en deildin sjálf fer af stað. Íslendingarliðin Amo og Kristianstad hafa tryggt sér sæti í 16-liða úrslit bikarkeppninnar. Arnar Birkir Hálfdánsson leikur með Amo sem vann alla þrjá leiki sína í fjórða riðli. Í gær vann liðið tólf marka sigur á Drott 36-24. Arnar Birkir var ekki meðal markaskorara í leiknum. Einar Bragi Aðalsteinsson og liðsfélagar hans í Kristianstad unnu H32 Lund HF, 33-22. Einar Bragi skoraði fjögur mörk í leiknum. Krististianstad hefur tryggt sér áfram í 16-liða úrslit þrátt fyrir að eiga einn leik eftir í riðlinum. ÍR-ingurinn, Dagur Sverrir Kristjánsson og liðsfélagar hans í sænska B-deildarfélaginu Vinslövs töpuðu gegn sænsku meisturunum í Ystads 36-24 í gærkvöldi. Dagur Sverrir skoraði tvö mörk í leiknum. Ólíklegt þykir að Vinslövs komist áfram en til þess þarf Vinslövs að vinna Aranäs með miklum mun.Erlendar fréttir: Fimmtudaginn 28.ágúst
19:00: Óvænt úrslit í Danmörku
18:50: Janus skoraði ekki í sigri
14:30: Nýr aðstoðarþjálfari Danmerkur
10:30: Dagur Gauta skoraði fjögur í Noregi
07:10: Patrick Groetski fyrirliði RN-Lowen
07:00: Bikarkeppnin í Svíþjóð heldur áfram
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.