Gummi Gumm jarðaður í fyrsta leik
(Adam IHSE / TT NEWS AGENCY / AFP) / Sweden OUT / SWEDEN OUT

Guðmundur Guðmundsson ((Adam IHSE / TT NEWS AGENCY / AFP) / Sweden OUT / SWEDEN OUT

Fyrsta umferð dönsku úrvalsdeildarinnar hélt áfram í kvöld þegar tvö Íslendingalið spiluðu sinn fyrsta leik í deildinni í ár.

Jóhannes Berg Andrason skoraði 2 mörk úr 3 skotum í fyrsta leik sínum fyrir TTH Holstebro sem Arnór Atlason þjálfar en liðið sigraði Nordsjælland, 34-31 og fara vel af stað í ár.

Á sama tíma mættu lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar í Fredericia liði Bjerringbro-Silkeborg á heimavelli sínum og það er óhætt að segja að liðið hafi ekki farið vel af stað eins og Holstebro.

Þrátt fyrir aðeins eins marks mun í hálfleik, 17-18 þá sáu Gummi Gumm og félagar aldrei til sólar í seinni hálfleiknum en gestirnir keyrðu yfir þá og voru komnir með 10 marka forystu þegar 10 mínútur voru eftir af leiknum. Lokatölur urðu 38-28 fyrir Bjerringbro-Silkeborg.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top