Valur Meistarar Meistaranna
(Kristinn Steinn Traustason)

Bein textalýsing frá leik Vals og Hauka. ((Kristinn Steinn Traustason)

Valskonur tryggðu sér enn einn titilinn í dag þegar þær unnu Hauka í leik um Meistara Meistaranna. Leikurinn endaði með 22-15 sigri Valskvenna.

Valskonur höfðu undirtökin allan leikinn og leiddu 9-7 í hálfleik.

Hafdís Renötudóttir fór hamförum í dag og endaði með 20 varða bolta eða 61% markvörslu og eins og gefur að skilja lykillinn að sigri Valskvenna.

Það er því óhætt að segja að þetta sé frábær byrjun hjá Antoni Rúnarssyni nýráðnum þjálfara Vals í sínum fyrsta mótsleik með liðið.

Markaskor Vals: Lovísa Thompson 5 mörk, Elísa Elíasdóttir 5, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 4, Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir 3, Arna Karitas Eiríksdóttir 2, Hildur Björnsdóttir 1, Mariam Eradze 1, Laufey Helga Ólafsdóttir 1.

Varin skot: Hafdís Renötudóttir 20 varin (61%), Elísabet Millý Elísardóttir 1 varið (33%)

Markaskorun Hauka: Rut Jónsdótrir 3 mörk, Embla Steindórsdóttir 3, Jóhanna Margrét Sigurðardóttir 2, Ragnheiður Ragnarsdóttir 2, Thelma Melsted Björgvinsdóttir 2, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 1, Birta Lind Jóhannsdóttir 1, Sara Odden 1.

Varin Skot: Sara SIf Helgadóttir 12 varin, (35%).

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top