Ringsted með sigur í fyrsta leik Íslendingana
Attila KISBENEDEK / AFP)

Elvar Ásgeirsson (Attila KISBENEDEK / AFP)

Lokaleikirnir í fyrstu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar fóru fram í dag. Íslendingaliðið Ringsted fór vel af stað en þeir unnu Grindsted á útivelli, 25-29. Guðmundur Bragi Ástþórsson var markahæstur í liði Ringsted með 8 mörk úr 11 skotum en hann var að leika sinn fyrsta leik fyrir liðið eftir skiptin frá Bjerringbro-Silkeborg í sumar. Ísak Gústafsson sem var einnig að spila sinn fyrsta leik fyrir félagið eftir skiptin frá Val skoraði 3 mörk úr 5 skotum.

Elvar Ásgeirsson og félagar í Ribe-Esbjerg fóru ekki vel af stað en þeir töpuðu með 8 mörkum á heimavelli gegn Sønderjyske, 30-38. Elvar skoraði 3 mörk úr 5 skotum fyrir heimamenn.

Að lokum unnu GOG flottan útisigur á liði Skjern í seinasta leik umferðarinnar, 27-31.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top