Guðrún ásamt Ágústi Bjarna ((FH Handbolti)
Guðrún Ólafía Marinósdóttir leikmaður meistaraflokks kvenna í FH hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið. Guðrún er fædd árið 2008 og leikur í stöðu línumanns, hún kemur úr yngri flokka starfi FH og var til að mynda hluti af U-17 ára landsliði Íslands í sumar sem hlaut Bronsverðlaun á Ólympíuhátíð æskunnar í Norður-Makedóníu. “Guðrún Ólafía er ein af okkar öflugu ungu leikmönnum sem eru koma úr yngri flokka starfinu. Guðrún á svo sannarlega framtíðina fyrir sér og hlökkum við til að sjá hana láta til sín taka á næstu árum,” sagði Ágúst Bjarni formaður Handknattleiksdeildar FH og kemur það fram í tilkynningu á Facebook síðu félagsins.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.