HSÍ (HSÍ)
Handknattleikssamband Íslands hefur opnað nýja vefsíðu. Á kynningarfundi fyrir Olís og Grill66 deildirnar sem HSÍ hélt um helgina var meðal annars tilkynnt að ný síða yrði opnuð í dag. Nú hefur ný síða verið sett í loftið. Í vor hélt HSÍ handboltaþing þar sem kallað var eftir tillögum frá aðildarfélögum. Þar kom skýrt fram að handboltinn þyrfti að vera sýnilegri og ásýndin sterkari. 25 einstaklingar úr hreyfingunni komu svo að hugmyndavinnu með auglýsingastofunni EnnEmm. ,,Í nýrri ásýnd nýtum við sama form fyrir Olísdeildina, Grilldeildina, Handboltapassann, Handboltahöllina og HSÍ. Þannig náum við að skapa heildarásýnd yfir það efni sem HSÍ stendur að. Þessi ásýnd verður svo nýtt áfram með upphaflegu merki HSÍ. Þetta er ekki gert á einni nóttu heldur mun ásýndarvinnan birtast jafnt og þétt á næstu mánuðum," segir í tilkynningu frá HSÍ.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.