Alex Dujshebaev til vinstri ((Anke Waelischmiller/SVEN SIMON / SVEN SIMON / dpa Picture-Alliance via AFP)
Spænski landsliðsmaðurinn Alex Dujshebaev mun yfirgefa Kielce sumarið 2026 og er opinn fyrir því að ganga til liðs við THW Kiel. Dujshebaev hefur staðfest það að hann mun yfirgefa Industria Kielce sumarið 2026 eftir að hafa gengið til liðs við félagið árið 2017. Það er enn óljóst hvert hann mun fara en sögusagnir segja að hann fari til THW Kiel, greinir Handball-World Í viðtali við TVP Sport sagði Dujshebaev að ákvörðunin snúist ekki bara um liðið heldur einnig um fjölskylduna: „Nú á ég fjölskyldu og ákvörðunin verður að vera tekin í samvinnu við þau. Félagið verður að vera það rétta hvað varðar íþróttina en líka staður þar sem fjölskylda mín getur dafnað.“ Hann útilokaði ekki að Kiel væri raunhæfur möguleiki „Ég er ánægður með áhugann frá efstu félögunum, en ég þarf tíma til að hugsa, Við sjáum til.“
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.