Lék fimm dögum eftir síðustu krabbameinslyfjameðferð
Sameer Al-Doumy / AFP)

Herrem á Ólympíuleikunum 2024. (Sameer Al-Doumy / AFP)

Frá fremstu íþróttamönnum í heimi koma stærstu sögurnar. Handboltaheimurinn varð fyrir miklu áfalli þegar goðsögnin, Camilla Herrem tilkynnti í júní að hún hefði greinst með brjóstakrabbamein og þurfti á krabbameinslyfjameðferð að halda.

Aðeins þremur mánuðum síðar kom Camilla Herrem sem verður 39 ára síðar á árinu heiminum á óvart á ný að þessu sinni á jákvæðan hátt og sneri aftur á leikvöllinn og lék með norska félagi sínu, Sola í norsku úrvalsdeildinni um helgina.

Aðeins fimm dögum eftir síðustu krabbameinslyfjameðferð sína sneri Camilla Herrem aftur á völlinn um helgina í opnunarleik tímabilsins milli Sola og Oppsal. Þrátt fyrir þreytu og læknisfræðilegar takmarkanir vildi hún standa með liðsfélögum sínum í upphafi nýs tímabils.

„Þetta var tilfinningabylgja,“ sagði hún grátandi eftir að hafa snúið aftur til keppni við lófatak meira en þúsund áhorfenda. Camilla Herrem hefur nánast unnið allt sem hægt er að vinna á ferlinum en þetta var líklega hennar stærsti sigur á ferlinum.

,,Ég hafði aldrei trúað því að ég myndi fá tækifæri til að spila þennan leik fyrir tæplega þremur mánuðum síðan," sagði Herrem í viðtali við VG Sporten strax eftir leik.

Hún byrjaði inná í leiknum og skoraði fjögur mörk sem sýndi enn og aftur baráttuanda sem býr í henni. Eiginmaður hennar og þjálfari kvennaliðs Sola, Steffen Stegavik, sagði að ákvörðunin um að hún spilaði hefði verið tekin sama morgun, þar sem hún hefði brugðist einstaklega vel við meðferðinni.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top