Stymmi spáir í spilin: 1. umferð Olís deild karla
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Stymmi spáir í spilin (

Stymmi Klippari mun í allan vetur spá í spilin og tippa á hvernig komandi umferð mun fara í Olís deildum karla og kvenna.

Hér að neðan má sjá hvernig hann telur að 1.umferð fari í Olísdeild karla en umferðin hefst í kvöld í Garðabænum þegar Stjarnan tekur á móti Val.

Stjarnan – Valur (Miðvikudagur 19:30)                          Sigurvegari: Valur

Stjarnan er í miðju evrópuverkefni og eru nýkomnir heim eftir ferðalag til Rúmeníu. Hausinn á þeim verður við seinni leikinn á laugardaginn og tel ég því að deildarmeistaraefni Vals muni vinna þennan leik. Coolbet býður upp á stuðul 1.65 fyrir Valssigur.

FH – Fram (Fimmtudagur 19:00)                                          Sigurvegari: FH

Liðin sem sópuðu til sín titlunum í fyrra að mætast í fyrstu umferð. Hafa bæði misst sterka pósta í sumar en ég tel að FH-ingar séu komnir lengra í sínum undirbúning og muni fara með sigur af hólmi á heimavelli í 1.umferð.

Haukar – Afturelding (Fimmtudagur 19:30)              Sigurvegari: Haukar

Haukar fara inn í tímabilið með spennandi lið en smá spurningarmerki þegar kemur að markmannsstöðunni. Gunni Magg að mæta sínum gömlu félögum sem misstu Birgi Stein og Blæ í sumar og ég held að Afturelding þurfi meiri tíma með nýjum þjálfara til að spila sig saman.

ÍBV – HK (Föstudagur 18.30)                                                    Sigurvegari: ÍBV

Erlingur Richardsson er mættur aftur til starfa í Eyjum. Það hefur verið mikið rætt og ritað um Eyjaliðið í sumar og ég held þeir þrái ekkert heitara en að komast inn á gólfið og láta verkin tala. HK með spennandi hóp en hafa lent í miklum meiðlsum með markmenn þannig ég tel að heimavöllurinn skili þessum sigri í 1.umferð.

Þór – ÍR (Föstudagur 19:00)                                                      Sigurvegari: ÍR

Nýliðar Þórs eru komnir upp þar sem þeir telja sig eiga heima. Það verður eflaust mikið um dýrðir í Höllinni á Akureyri en ég tel að spútnik lið ÍR frá síðasta tímabili sem komið talsvert lengra með sitt lið og vinni Þór í opnuarleikum í miklu markaleik. Yfir 62.5 mörk í leiknum gefur 1.85 í stuðul hjá Coolbet.

Selfoss – KA (Laugardagur 16:00)                                       Sigurvegari: KA

Ef Selfoss ætla að sækja sig í vetur verður það að gerast á heimavelli. Sannkallaður 4 stiga leikur straxí fyrstu umferð ef spá sérfræðinga er rétt. Megnið af liði Selfoss hefur ekki spilað í Olísdeildinni áður þannig ég tel að reynsla KA muni sigla þessum sigri í höfn.

Þetta gefur okkur 18.01 ávöxtun ef fólk vill gera leikinn skemmtiegri.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top