Sunna Jónsdóttir í Fram
Sigurður Ástgeirsson)

Sunna hefur fengið félagaskipti í Fram (Sigurður Ástgeirsson)

Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu HSÍ hefur Sunna Jónsdóttir fengið félagaskipti úr ÍBV í Fram og mun hún því spila með liðinu í Olís deildinni á leiktíðinni.

Fram hefur ekki formlega tilkynnt komu Sunnu en vart þarf að segja frá því hversu mikill hvalreki hún mun reynast Fram liðinu í vetur. Hún er búin að vera einn af máttarstólpum eyjaliðsins undanfarin ár ásamt því að hafa lengi verið í lykilhlutverki í landsliðinu.

Það verður því mjög spennandi að sjá Sunnu með Fram liðinu í vetur.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top