Inga Maria gengur í raðir Stjörnunnar
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Úr leik Stjörnunnar á síðustu leiktíð (EHF)

Kvennalið Stjörnunnar sem endaði í 7.sæti Olís-deildar kvenna á síðustu leiktíð hefur bætt við sig leikmanni rétt fyrir 1.umferðina en Stjarnan fer norður á Akureyri og mætir nýliðum KA/Þór á sunnudaginn.

Stjarnan hefur samið við Ingu Mariu Roysdottur um að leika með liðinu á komandi tímabili en Inga Maria gengur í raðir Stjörnunnar frá færeyska liðinu Kyndil en hún er uppalin hjá H71.

Inga Maria er örvhentur hornamaður sem verður tvítug síðar á árinu. Hún á að baki yngri landsleiki fyrir Færeyjar og þá hefur hún leikið einn landsleik fyrir A-landslið Færeyja.

Fyrir er Stjarnan með þær Tinnu Sigurrós Traustadóttur og Vigdísi Örnu Hjartardóttir en Vigdís Arna sem er fædd árið 2008 hefur verið í hægra horni Stjörnunnar síðustu tímabil. Aðstoðarþjálfari Stjörnunnar, Hanna Guðrún Stefánsdóttir lék nokkra leiki með Stjörnunni í hægra horninu á síðustu leiktíð í fjarveru Vigdísar.

Ljóst er að Stjarnan er að reyna auka breiddina af örvhentum leikmönnum hjá sér með komu Ingu Mariu.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 30
Scroll to Top