Inga Maria gengur í raðir Stjörnunnar
EHF)

Úr leik Stjörnunnar á síðustu leiktíð (EHF)

Kvennalið Stjörnunnar sem endaði í 7.sæti Olís-deildar kvenna á síðustu leiktíð hefur bætt við sig leikmanni rétt fyrir 1.umferðina en Stjarnan fer norður á Akureyri og mætir nýliðum KA/Þór á sunnudaginn.

Stjarnan hefur samið við Ingu Mariu Roysdottur um að leika með liðinu á komandi tímabili en Inga Maria gengur í raðir Stjörnunnar frá færeyska liðinu Kyndil en hún er uppalin hjá H71.

Inga Maria er örvhentur hornamaður sem verður tvítug síðar á árinu. Hún á að baki yngri landsleiki fyrir Færeyjar og þá hefur hún leikið einn landsleik fyrir A-landslið Færeyja.

Fyrir er Stjarnan með þær Tinnu Sigurrós Traustadóttur og Vigdísi Örnu Hjartardóttir en Vigdís Arna sem er fædd árið 2008 hefur verið í hægra horni Stjörnunnar síðustu tímabil. Aðstoðarþjálfari Stjörnunnar, Hanna Guðrún Stefánsdóttir lék nokkra leiki með Stjörnunni í hægra horninu á síðustu leiktíð í fjarveru Vigdísar.

Ljóst er að Stjarnan er að reyna auka breiddina af örvhentum leikmönnum hjá sér með komu Ingu Mariu.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top