Sandra Erlings fór á kostum í sigri á Fram
KA handbolti)

Sandra Erlingsdóttir (KA handbolti)

Sandra Erlingsdóttir fór gjörsamlega á kostum í sínum fyrsta leik með ÍBV á þessu tímabili er liðið vann Fram í 1.umferð Olís-deild kvenna í dag með fimm mörkum 35-30.

Sandra skoraði þrettán mörk úr fjórtán tilraunum og gaf átta stoðsendingar.

Eftir jafnan fyrri hálfleik leiddi ÍBV með tveimur mörkum í hálfleik 20-18. Fram náði aldrei að jafna metin í þeim seinni og ÍBV liðið undir stjórn Magnúsar Stefánssonar sigldi sigrinum heim en liðið komst fimm mörkum yfir í fyrsta skipti í leiknum í stöðunni 27-22.

Lokatölur 35-30 og heldur betur óvænt úrslit ef litið er til stöðu liðanna í deildinni á síðustu leiktíð en Framliðið hefur breyst mikið frá síðustu leiktíð og nýr þjálfari er í brúnni, Haraldur Þorvarðarson.

Markaskorun ÍBV: Sandra Erlingsdóttir 13 mörk, Birna Berg Haraldsdóttir 9, Amelía Dís Einarsdóttir 4, Alexandra ósk Viktorsdóttir 4, Klara Káradóttir 2, Lilja Kristin Svansdóttir 1, Britney Cots 1, Ásdís Halla Hjarðar 1.

Markaskorun Fram: Hulda Dagsdóttir 7, Alfa Brá Hagalín 7, Ásdís Guðmundsdóttir 3, Valgerður Arnalds 3, Sóldís Rós Ragnarsdóttir 3, Katrín Anna Ásmundsdóttir 2, Harpa María Friðgeirsdóttir 2, Kristrún Steinþórsdóttir 1, Hildur Lilja Jónsdóttir 1, Dagmar Guðrún Pálsdóttir 1

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top