Bakhliðin: Lilja Ágústsdóttir
(Baldur Þorgilsson)

Lilja Ágústsdóttir er í bakhliðinni í dag (Baldur Þorgilsson)

Lilja Ágústsdóttir hefur verið hluti af ósigrandi Valsliði undanfarin ár leiddu áfram af föður sínum.

Lilja sýnir á sér bakhliðina í dag.

Fullt nafn: Lilja Ágústsdóttir
Gælunafn: Lilla en nánasta fólkið kallar mig Pilla
Aldur: 21
Hjúskaparstaða: Að leita að draumaprinsinum
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Í september 2019
Uppáhalds drykkur: Appelsínugulur kristall og Nocco Límon
Uppáhalds matsölustaður: Bæjarins beztu
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Gossip Girl
Uppáhalds tónlistarmaður: Bríet og Gísli Pálmi
Uppáhalds hlaðvarp: Ég hlusta aldrei á hlaðvörp
Uppáhalds samfélagsmiðill: Instagram
Frægasti fylgjandinn þinn á Instagram: Alexander Petersson
Fyrsta verk ef þú yrðir formaður HSÍ: Setja HSÍ lokahófið aftur í gang, hef heyrt góðar sögur af því
Hvað ertu að meðaltali mikið í símanum á dag: Þori ekki að kíkja en það er líklega allt of mikið
Fyndnasti Íslendingurinn: Sveppi og Gói
Hvernig hljóma síðustu skilaboðin þín til þjálfarans þíns: ,,Já geri það”
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Fram
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Stine Oftedal
Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Kobbi Lár og Gústi Jó
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Enginn sem kemur upp í hugann
Hver var fyrirmyndin þín í æsku: Hrabba Skúla
Helsta afrek á ferlinum: Verða Evrópubikarmeistari í vor
Mestu vonbrigðin: Að vera mikið meidd á síðasta tímabili
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Brynju Katrínu, snillingur í alla staði
Efnilegasti handboltamaður/kona landsins: Jói Gúst og Laufey Helga
Besti handboltamaðurinn frá upphafi: Mikkel Hansen
Ein regla í handbolta sem þú myndir breyta: Að leikmaðurinn sem er að taka miðjuna þarf að vera inn í hringnum en hinar mega vera yfir miðju
Þín skoðun á 7 á 6: Leiðinlegt, boltinn endar sjaldan í vinstra horni
Hver er þín fyrsta minning af handbolta: Ég að mæta með pabba á æfingar í gömlu Levanger höllinni í Noregi og hitta þar eina eldri konu, sem var húsvörður og algjör snillingur, og hanga með henni meira og minna alla æfinguna!
Í hvernig handboltaskóm spilar þú: Adidas crazyflight
Hvaða þrjá handbolta leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju, og af hverju: Myndi taka Ásdísi Þóru, Brynju Katrínu og Elínu Rósu með. Þær eru mínar bestu konur og þetta yrði virkilega góð ferð þrátt fyrir að við myndum líklegast ekki endast lengi. Ætli ég þyrfti svo ekki að fá að pakka “au-pairinum” mínum með í handfarangurinn fyrir stemminguna og til að mögulega bjarga okkur en hefði hann væntanlega mörg trix í posahorninu!
Hvaða lag kemur þér í gírinn: Öll lög með GP
Rútína á leikdegi: Við Ásdís fáum okkur lasagna ala Gústi Jó, förum svo út með Ýmsa, svo keyrum við alltaf sama rúntinn í leik og mjög mikilvægt að síðustu tvö lögin séu alltaf þau sömu.
Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í Love Island: Ásta væri góð þar
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Hef átt heima í fjórum löndum
Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Hafdís!! Fáranlega klár og algjör meistari
Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er. Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Spurja Justin Bieber hvort hann kæmi á date

Eldri bakhliðar:

Bakhliðin: Össur Haraldsson

Bakhliðin: Ísak Logi Einarsson

Bakhliðin: Garðar Ingi Sindrason

Bakhliðin: Bakhliðin: Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín

Bakhliðin: Dagur Árni Heimisson

Bakhliðin: Baldur Fritz Bjarnason

Bakhliðin: Blær Hinriksson

Bakhliðin: Elín Rósa Magnúsdóttir

Bakhliðin: Reynir Þór Stefánsson

Bakhliðin: Elín Klara Þorkelsdóttir

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top