Sigur hjá lærimeyjum Sissa – Laufey Helga fór með himinskautum
(Baldur Þorgilsson)

Laufey Helga Óskarsdóttir ((Baldur Þorgilsson)

Í kvöld áttust við Valur 2 og Fjölnir í Grill 66 deild kvenna að Hlíðarenda. Fór það svo að lokum að Vals stúlkur höfðu sigur úr býtum 22-20 eftir að staðan hafði verið í hálfleik 9-7 fyrir þeim.

Vals stelpur gáfu strax tóninn í byrjun leiks og voru yfir alveg frá byrjun fyrri hálfleiks og voru 9-7 yfir í hálfleik.

Voru þær alltaf 2-3 mörkum yfir lengi vel í seinni hálfleik og náði Fjölnir mest að minnka niður í 1 mark þegar 3 og hálf mínúta lifði leiks. Nær komust Fjölnis stúlkur ekki og Valur sigraði að lokum með 2 marka mun 22-20.

Sterk byrjun hjá Val 2 en einnig ljóst að Fjölnis stúlkur eftir að ná í stig hér og þar í vetur.

Hjá Val 2 var Laufey Helga Óskarsdóttir með frábæran leik og var hún lang atkvæðamest með 11 mörk. Elísabet Millý Elíasardóttir varði 13 skot í markinu.

Hjá Fjölni var Sólveig Ása Brynjarsdóttir markahæst með 5 mörk og Signý Pála Pálsdóttir sem kom í sumar frá Víking varði 13 skot í markinu.

Fram 2 - HK 23 - 40

Fyrr í dag áttust við Fram 2 og HK í Úlfarsárdalnum. HK stelpur sem enduðu í 2.sæti Grill66-deildarinnar á síðustu leiktíð unnu sannfærandi sautján marka sigur á B-liði Fram 40-23 þar sem Inga Fanney Hauksdóttir var markahæst HK með níu mörk.

Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir sneri aftur á völlinn eftir höfuðhögg sem hún varð fyrir í september árið 2019. Hún skoraði fjögur mörk fyrir HK ásamt Tinnu Ósk Gunnarsdóttur. Amelia Laufey Miljevic skoraði sex mörk fyrir HK.

Sóldís Rós Ragnarsdóttir var markahæst hjá Fram 2 með sjö mörk og Hildur Lilja Jónsdóttir skoraði sex mörk.

Úrslitin í 1.umferð Grill66-deildar kvenna:
Víkingur - FH 20-17
Fram 2 - Fram 23-40
Afturelding - Grótta 19-19
Valur 2 - Fjölnir 22-20

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top